Páskarokk ´08

Þá eru páskarnir búnir! Mér finnst það ágætt þó svo þeir hafi verið hinir bestu. Held að allt og allir hafi verið til fyrirmyndar. Mér tókst að hýsa 8 manns í gistingu í littlu íbúðinni minni. Ég tel það vera bara nokkuð gott. Eitt stykki popphljómsveit + aðrir villimenn.

P.s. Ég klikkaði alveg á páskaegginu! Er ekki einhver þarna sem vill gefa mér eitt slíkt?

Þannig var það...

s„Ég taldi mig vera á réttri leið, tók skrefin mislöng í einu. Stundum fór ég aðeins frammúr mér og stundum slakaði ég á. En alltaf á þessari erfiðu göngu vissi ég vel í hvaða átt ég stefndi. Leiðin að hreinu lífi var við þennan enda á stígnum. Ég horfði í augun á eins árs gamalli dóttir minni og sagði henni að hún yrði örugg í mínu umhverfi það sem eftir væri af hennar lífi. Þó svo að hún hafi ekki sagt margt sökum lítillar málkunnáttu þá sá ég vel hvernig hún skynjaði öryggið í orðum mínum“

Erum við ekki lík?

bixmb Margrét Bára dóttir mín er matargat. Hún getur borðað allan daginn sé henni rétt eitthvað girnilegt og aldrei þurfa foreldrar hennar að hafa áhyggjur af því hvort hún gæti verið svöng. Mér skilst að mamma hennar hafi borðað vel sem barn en eitt veit ég, það gerði ég líka. Margréti finnst voða gaman að stelast í morgunkornið hjá ömmu sinni og þá vill hún fá að stjórna því sjálf hversu mikið og hvenær hún fær sér. Mamma kom að henni um daginn þar sem hún sat á gólfinu með morgunkornið í sinni umsjá. Það skemmtilega er að það er til samskonar mynd af mér á svipuðum aldri með morgunkornið á sínum stað :) 

 p.s. Svo var Alexander minn í fréttunum á laugardaginn síðasta. Þið getið séð það hérna: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397817/11


Spakmæli dagsins

hurd„Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar“

Ójá, þetta er eitt af því góða við lífið.

 

 


Smá plögg!

trubadorarxTrúbadorarnir Birgir Örn, Denni og Biggi Olgeirs
verða á veitingahúsinu Við Pollinn á Hótel Ísafirði
laugardagskvöldið 2. febrúar.

Matur heft kl.18:30 og stendur til kl. 21:30
Trúbadorar byrja kl. 23:00 • Frítt inn
Tilboð á bjór
 

Matseðill:
Forréttur - Konungsleg humarsúpa
Aðalréttur: Hægt er að velja á milli:Naut með béarnarsesósu, lamb með rauðvínssósu eða Önd með einiberjagljáa
Eftirréttur - Súkkulaði samleikur. verð: 3.990,-


Upp og niður...

Það getur verið alveg ótrúlegt hvað lífið getur leikið mann grátt eina stundina. Allt fer ekki eins og maður vill að það fari og maður kemst meira og meira að því að maður er ekki við stjórn í þessu ferðalagi. En, svo áður en maður veit af er allt í himnalagi og maður finnur fyrir gleði í stað sorg! Þetta er alveg stórmerkilegt! Vonin um að takmarkinu yrði náð hvarf á augnabliki og maður var við það að gefast upp á köflum. Svo eftir nánari athugun gleymdi ég bara að sækja „file“ fyrir símann og málið var leyst! Ég var búinn að hakka iPhone-inn minn ☺!

Gleðilega hátíð kæru vinir!

Og megið þið eiga farsælt komandi ár

Fjölskyldumyndatakan

Við fjölskyldan ákvöðum að nota tækifærið á meðan Alexander er á landinu og fara öll saman í myndatöku. Þetta var ótrúlega gaman og mikið pósað, og þá sérstaklega Alexander. Hann var með pósið alveg á hreinu enda hefur hann lítið annað gert en að sitja fyrir í baunalandinu. Svo í dag fékk ég myndirnar. Ég verð að viðurkenna að þær voru ekki alveg eins og ég hafði búist við. Það er eitthvað á myndinni sem ég er ekki að fíla. Hvað finnst ykkur? family

Rock´n roll

Ég átti mér draum þegar ég var lítill um að verða rokkstjarna. Mömmu fannst það reyndar ekkert sérlega spennandi, sérstaklega þegar hún sá plöturnar með Richie Valence og Michael Jackson fjúka fyrir W.A.S.P., Alice Cooper og KISS. Ég lá á stofugólfinu með headphone og lét mig dreyma um hvernig það væri að vera með hár niðrá bak, make up og rokka fyrir lýðinn. Svo kom að því! Þorrablót 10.bekkjar 1997. Þar sleppti ég dýrinu lausu!

Ég reyndar borðaði yfir mig þannig það er ekkert að marka þessa mynd...

P.s. Mamma tók myndina!hjassi

MINI COOPER til sölu!

miniMini-inn minn er til sölu. Ekki það að hann sé gallaður eða ekki að standa sig, heldur vantar mig stærra skott+meira pláss. Ég hef eitthvað misskilið þetta þegar ég keypti hann, ég hélt að þetta væri mini station með skíðabogum og krók á "33 dekkjum. En svo er víst ekki. Þið megið ekki misskilja mig, hann er æði. Besti bíll/leiktæki sem ég hef keyrt. Hér koma nokkrar upplýsingar um hann: Árg. 2002 • Ekinn. 70 þ.km.
Litur: Dökk grænn (Jaguar-grænn) & svartur • ABS hemlar • Álfelgur • Fjarstýrðar samlæsingar  Geislaspilari • Höfuðpúðar aftan • Innspýting • Leðuráklæði • Líknabelgir • Rafdrifnar rúður • Rafdrifnir speglar • Samlæsingar • Smurbók • Útvarp • Veltistýri og fleira

 

Áhugasamir hafið samband í síma: 847 3856 eða á honnun@bb.is  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband