31.1.2008 | 20:59
Þannig var það...
Ég taldi mig vera á réttri leið, tók skrefin mislöng í einu. Stundum fór ég aðeins frammúr mér og stundum slakaði ég á. En alltaf á þessari erfiðu göngu vissi ég vel í hvaða átt ég stefndi. Leiðin að hreinu lífi var við þennan enda á stígnum. Ég horfði í augun á eins árs gamalli dóttir minni og sagði henni að hún yrði örugg í mínu umhverfi það sem eftir væri af hennar lífi. Þó svo að hún hafi ekki sagt margt sökum lítillar málkunnáttu þá sá ég vel hvernig hún skynjaði öryggið í orðum mínum
Athugasemdir
Bara að skilja eftir smá loppufar hérna:) .. góð færsla
kv.
Elva Ýr (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.